Lundabúðum lokað Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:21 Skilti sem boða brunaútsölur í minjagripabúðum í miðborginni fara ekki fram hjá neinum. Allt verður að fara úr þessari verslun Nordic Store við Laugaveg 41 fyrir yfirvofandi lokun. Vísir/þg Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðamannaflauminn til landsins hafa aðstandendur minjagripakeðjunnar Nordic Store ákveðið að loka meirihluta verslana sinna - tímabundið að eigin sögn. Gestir miðborgarinnar hafa ekki farið varhluta af yfirvofandi lokunum enda skilti sem boða tugprósenta afslátt í verslunum keðjunnar fyrirferðamikil, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þar að auki segir Bjarni Jónsson, eigandi Nordic Store, í samtali við Morgunblaðið að offramboð sambærilegra verslana í miðborginni bæti ekki úr skák. Minjagripabúðum, eða „lundabúðunum“ svokölluðu, hafi fjölgað um 50 prósent á síðustu árum samhliða uppgangi í ferðaþjónustunni. Því hafi leiðrétting í þessum efnum að líkindum verið tímabær að hans mati, nú þegar hægst hefur á ferðamannastraumnum. Nordic Store ætli þannig að loka fjórum af sex verslunum sínum, en keðjan rekur meðal annars útibú við Laugaveg 4 til 6, 18, 41 og 95 til 99. Bjarni segir að þau hjá Nordic Store hafi verið undir samdrátt búin, eiginfjárstaða félagsins sé góð og að með niðurskurði geti þau tórað lengi. Jafnframt séu vormánuðirnir „langlélegustu mánuðir ársins“ fyrir verslanir í miðborginni þannig að höggið er enn sem komið er ekkert gríðarlegt. Dragist niðursveiflan á langinn gæti þó önnur staða skapast og segist Bjarni því ekki geta útilokað að einhverjum útibúum Nordic Store verði lokað til frambúðar, þó svo að honum þyki það ekki líkleg niðurstaða. Árið verði þó að líkindum „mjög lélegt“ fyrir sambærilega verslun í miðborginni enda stefni í „hörmulegt ár í íslenskri ferðaþjónustu.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53 Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Center-hótel loka fimm af sjö hótelum Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu. 18. mars 2020 06:53
Fimmtíu manns í ferðaþjónustu misstu vinnuna í febrúar Fjörutíu manns var sagt upp störfum hjá Icelandair Hotels í febrúar. 33 misstu vinnuna í síðustu viku en áður hafði sjö manns verið sagt upp. 4. mars 2020 09:50