Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 10:45 Luka Jovic á varamannabekknum hjá Real fyrr í vetur. vísir/getty Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic. Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. Þessi 22 ára gamli framherji kom til Serbíu frá Spáni í síðustu viku og átti hann að vera 28 daga í sóttkví eins og allir aðrir sem koma heim frá löndum þar sem veiran hefur náð til. Hann sást hins vegar á götum Belgrad og í viðtali í gær sagði innanríkisráðherra Serba að það skipti engu máli hvort menn væru íþróttamenn eða ekki; þeim yrði refsað sem myndu brjóta gagnvart sóttkví reglunum. „Það er mjög erfitt að fylgjast með aðstæðunum í landinu okkar sem og öllum heiminum. Ég vil senda stuðning á alla en fyrst vil ég segja að ég er miður mín að vera aðal umræðuefnið þessa dagana,“ skrifaði Jovic á Instagram-síðu sína. Real Madrid striker Luka Jovic has moved to explain hismself after allegedly breaking the coronavirus quarantine imposed by Serbian authorities.https://t.co/3TKbZ9vZRT— Sky Sports Football (@SkyFootball) March 20, 2020 „Það er stöðugt verið að skrifa um mig og mér finnst það miður því það er ekki verið að skrifa um þessar hetjur sem eru að berjast við veiruna, sem eru læknar og þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum.“ „Í Madríd var ég mældur fyrir COVID-19 en það kom neikvætt út. Ég ferðaðist þar af leiðandi til Serbíu til að styðja fólkið og vera nálægt fólkinu mínu, en ég fékk leyfi frá félaginu. Þegar ég kom til Serbíu fór ég aftur í prufu og hún kom neikvæð út.“ „Ég er sorgmæddur yfir því að það er fólk sem hefur ekki unnið þeirra vinnu almennilega og hefur ekki gefið mér fullkomnar upplýsingar um sóttkví. Á Spáni máttu fara í matvörubúð og apótek en ekki hér. Ég vona að við getum komist yfir þetta saman,“ skrifað Jovic.
Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira