Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 15:39 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræðir við fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis sem staðið hafa í ströngu að undanförnu. Vísir/Vilhelm Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Á þriðjudag tóku gildi nýjar regur þar sem kveðið er á um borgaralega skyldu alls fólks á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað. Ekki er um að ræða nýtilkomna skyldu en gripið var til þess ráðs að uppfæra umræddar reglur í ljósi ástandsins sem nú ríkir í samfélaginu. Ákvæðið um borgaralega skyldu virkjast nú einungis þegar neyðarstig almannavarna er í gildi en það var virkjað þann 6. mars síðastliðinn þegar þáverandi ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglurnar þann 17. mars síðastliðinn og tóku þær þegar gildi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri og yfirmaður almannavarna, segir að breytingarnar hafi verið lagðar til í vikunni og gengið mjög hratt í gegn. Vilja hafa úrræðið til staðar ef til þarf „Við vildum bara hafa þessar reglur í lagi en ekki einhverjar úreltar gamlar reglur, þannig að það var verið að reyna að uppfæra þetta svo við myndum hafa öll tæki og tól til staðar ef þess þyrfti. Þetta er bara hugsað sem varúðarráðstöfun.“ Í sjöunda kafla núgildandi laga um um almannavarnir er kveðið á um þessa starfsskyldu: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra.“ Þá kemur bæði fram í lögunum og nýju reglunum að „Enginn [megi] á neinn hátt tálma því að maður gegni starfi sem hann hefur verið kvaddur til í þágu almannavarna.“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embætti ríkislögreglustjóra þann 16. mars síðastliðinn.Vísir/vilhelm Gildir nú einungis þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir Í nýju reglugerðinni hefur þetta ákvæði nú verið orðað svo skyldan sé einungis við lýði þegar neyðarstig almannavarna er í gildi líkt og nú. Sigríður segir að hugtakið hættustund sem var áður notast við hafi verið ójóst og illskilgreinanlegt. Með nýju reglunum væri verið að nútímavæða ákvæðin og færa til samræmis við almannavarnarlögin „svo það sé ekki hægt að virkja þetta með neinum hætti nema á neyðarstigi.“ Aðallega sé um útfærsluatriði að ræða. „Vonandi þarf ekkert að nota þetta en þetta er þá til.“ Óheimilt að hverfa úr starfi Í reglugerðinni er kveðið á um að hver sá sem hafi verið kvaddur til starfa í hjálparlið almannavarna sé óheimilt að hverfa úr starfi án leyfis og þeir sem hafi verið kvaddir til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna megi ekki fara úr lögsagnarumdæmi án samþykkis lögreglustjóra. Þar kemur jafnframt fram að hjálparlið almannavarna skuli „meðal annars aðstoða við eldvarnir, björgun og sjúkraflutninga, ruðningsstarf, hjálparstarf vegna tjóns af völdum geislavirkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegt hjálparstarf.“ Skoðar varúðarráðstafanir ef lögreglumenn veikjast Sigríður segir að einnig sé til skoðunar hvort að lögreglunni verði heimilt að ráða svonefnda héraðslögreglumenn til starfa. Þar á Sigríður við einstaklinga sem eru ekki lögreglumenntaðir en geta sinnt lögreglustörfum vegna fjölbreyttra aðstæðna. Dæmi eru um að héraðslögreglumenn séu til staðar í litlum byggðarkjörnum þar sem enginn lögreglumaður er búsettur. Þar geti stundum skipt máli að hafa fólk á lista sem geti brugðist fljótt við ef á þarf að halda. „Það er náttúrulega bara verið að horfa á það ef að stór hluti lögregluliðsins veikist eða þeir fara í sóttkví. Við erum ekki búin að ná hámarki vírusfaraldursins enn þá. Það er í rauninni bara verið að hafa varúðarráðstafanir í lagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Lögreglan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira