Veiran að ná sér á flug Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi. Staðfest smit eru orðin 330 en þeim fjölgaði um 80 frá því í gær. Þetta eru fyrstu vísbendingar um að við séum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sjö eru nú inniliggjandi á Landspítalnum með kórónuveiruna, þar af einn á gjörgæslu. Sá er þó ekki í öndunarvél. Þá eru 3700 í sóttkví á landinu. Jákvæð sýni sem greindust á veirufræðideild Landspítalans nú voru 73 talsins og hlutfallið því um 15 prósent, en hefur hingað til verið um 10 prósent. Þannig hefur orðið verulegt stökk í staðfestum smitum á veirufræðideildinni, sem er merki um að veiran sé að ná sér aðeins á flug, að sögn Þórólfs. Sjá einnig: Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Hlutfall jákvæðra sýna hjá Íslenskri erfðagreiningu síðasta sólarhring var um 0,8 prósent en hefur verið um 0,7 prósent svo breytingin þar er ekki mikil. Þórólfur sagði þessa aukningu ekki koma á óvart. Búist væri við enn frekari aukningu á næstunni. Það sé hluti af eðlilegum ferli svona faraldurs – hann fari upp á við en passa þurfi upp á að hann fari ekki of hátt. Þá sé hægt að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari aukningu. Yfirvöld hafi ýmislegt upp í erminni í þeim efnum þegar fram líða stundir. Þá benti Þórólfur á að þegar hafi verið settar takmarkanir á samkomur og skólahald, og alltaf sé inn í myndinni hvort herða eigi á því eða slaka. Fátt fleira sé í stöðunni. Í „grunnprinsippinu“ snúist þetta um samgang fólks, nánd og hreinlæti. Þá sé það inni í myndinni að loka grunn- og leikskólum en það yrði gert í samráði við stjórnvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12 Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Miklar líkur á að ferðamaðurinn hafi látist af völdum COVID-19 Miklar líkur eru taldar á því að ástralski ferðamaðurinn sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík á mánudag hafi látist af völdum sjúkdómsins COVID-19. 19. mars 2020 14:12
Hugsanlegt að þúsundir eldra fólks séu búnar að loka sig af vegna veirunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að mun fleiri séu í sóttkví hér á landi en opinberar tölur segja til um. 19. mars 2020 13:54