„Útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:04 Frá fótboltaæfingu í Kórnum fyrir nokkru síðan. Íþróttastarf barna og unglinga liggur að mestu niðri víðast hvar vegna samkomubannsins. Vísir/Hanna Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira