Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 22:02 Alma Möller, landlæknir, segir nýjustu spár benda til þess að hápunkti kórónuveirufaraldursins verði náð í kring um 10. apríl hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04
Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00