Sú sigursælasta mun að öllum líkindum hætta eftir Ólympíuleikana næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:00 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona, eða maður í sögu Bandaríkjanna. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum. Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Hin bandaríska Simone Biles, sigursælasta fimleikakona allra tíma, var við það að hætta er Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í sumar var frestað. Hún hefur nú gefið út að hún muni taka þátt á leikunum sem var frestað þangað til næsta sumars. Eftir það fer kalkið á hilluna. Biles hætti upphaflega eftir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu árið 2016 þar sem hún vann til fernra gullverðlauna. Þá hafði hún þegar unnið til 10 gullverðlauna á HM í fimleikum, þau eru nú orðin 19 talsins ásamt silfur- og bronsverðlaunum. Átján mánuðum eftir leikana í Ríó ákvað Biles að snúa aftur og stefndi hún á leikana í Tókýó í sumar. Hún ræddi við BBC um áðurnefnda frestun og þau áhrif sem það hafði á hana og annað íþróttafólk. Leikunum, líkt og öðrum íþróttaviðburðum, var frestað vegna Covid-19 faraldursins. „Ég fór að gráta,“ sagði Biles aðspurð hver hennar fyrstu viðbrögð við frestun ÓL hefðu verið. „Ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja. Það er mikið álag, líkamlegt og andlegt, og að bæta við ári er erfitt. Ég var ekki viss hvort ég gæti haldið mér í topp standi í heilt ár til viðbótar. Ég vil samt vera sú sem ákveður hvort þetta sé komið gott eða ekki,“ sagði Biles um ákvörðunina að taka eitt ár til viðbótar. Þó Biles sé ekki gömul, enda aðeins 23 ára, þá er hún einkar gömul miðað við fimleikakonu. Venjulega eru þær hættar í kringum tvítugt. „Skrokkurinn er farinn að láta á sér sjá. Ár í fimleikum er mikil þrekraun. Þjálfararnir sjá um að koma líkamanum í lag en hugurinn þarf að fylgja. Það að vera andlega tilbúin er stærsta áskorunin,“ sagði Biles að lokum.
Íþróttir Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira