Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:18 Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hrósar framlínunni í almannavörnum í hástert. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti