Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:18 Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hrósar framlínunni í almannavörnum í hástert. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Meistararnir mæta toppliðinu Körfubolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Sjá meira