„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 12:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug.
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01
Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43