Umsóknir um bætur hrannast inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:18 Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira