Fimm Íslendingar komnir úr einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 13:09 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti fimm Íslendingar hafa verið útskrifaðir úr einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og fengið þar með grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum um að þeir megi snúa aftur út í samfélagið. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur jafnframt fram að smitsjúkdómadeild Landspítalans og sóttvarnalæknir hafi útfært skilgreiningar á því hvenær hægt sé að útskrifa fólk sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er verið að vinna að því að gefa þær leiðbeiningar út opinberlega og verða þær birtar á vefsíðu embættisins þegar þær liggja fyrir. „Næstu daga munu fleiri útskrifast samkvæmt þessari skilgreiningu. En við erum að ráðleggja fólki að huga áfram vel að hreinlæti þrátt fyrir að hafa verið útskrifað,“ segir Már í samtali við RÚV. Aðspurður hvort hægt sé að segja að þetta fólk sé læknað af COVID-19 svarar hann játandi, það sé hægt að segja það. Alls hafa nú 224 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru meira en 2000 manns í sóttkví. Þá hafa meira en 2000 sýni verið tekin úr fólki en fyrsta tilfelli veirunnar greindist hér fyrir rúmum tveimur vikum eða þann 28. febrúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Að minnsta kosti fimm Íslendingar hafa verið útskrifaðir úr einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og fengið þar með grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum um að þeir megi snúa aftur út í samfélagið. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í frétt á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur jafnframt fram að smitsjúkdómadeild Landspítalans og sóttvarnalæknir hafi útfært skilgreiningar á því hvenær hægt sé að útskrifa fólk sem greinst hefur með veiruna. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er verið að vinna að því að gefa þær leiðbeiningar út opinberlega og verða þær birtar á vefsíðu embættisins þegar þær liggja fyrir. „Næstu daga munu fleiri útskrifast samkvæmt þessari skilgreiningu. En við erum að ráðleggja fólki að huga áfram vel að hreinlæti þrátt fyrir að hafa verið útskrifað,“ segir Már í samtali við RÚV. Aðspurður hvort hægt sé að segja að þetta fólk sé læknað af COVID-19 svarar hann játandi, það sé hægt að segja það. Alls hafa nú 224 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru meira en 2000 manns í sóttkví. Þá hafa meira en 2000 sýni verið tekin úr fólki en fyrsta tilfelli veirunnar greindist hér fyrir rúmum tveimur vikum eða þann 28. febrúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira