Annað jafntefli meistaranna í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 21:52 Salah reynir að troða inn sigurmarkinu en inn vildi boltinn ekki. Owen Humphreys/PA Images Liverpool gerði annað jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í sextándu umferð enska boltans. Liverpool byrjaði mun betur en Newcastle náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Fékk framherjinn Callum Wilson meðal annars gott færi en Fabinho sá við honum. Markalaust í hálfleik. Mohamed Salah fékk gott tækifæri á 66. mínútu eftir sendingu frá Roberto Firmino og skömmu síðar skallaði Firmino hornspyrnu Andy Robertson rétt framhjá. Boltinn vildi ekki inn. Það voru gleiðitíðindi fyrir Liverpool menn á 72. mínútu er Thiago Alcantara kom inn á. Hann hafði ekki leikið síðan hann meiddist í leik gegn Everton um miðjan október. Sadio Mane komst næst því að skora undir lokin en skot hans var bjargað á línu. Lokatölur 0-0. Liverpool er með þriggja stiga forskot á Man. United sem á þó leik til góða en Newcastle er í fjórtánda sætinu. FT: Newcastle 0-0 LiverpoolBoth teams had chances but it's ended goalless.Karl Darlow with a huge performance for the hosts.Reaction #bbcfootball #NEWLIV— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2020 Fótbolti Enski boltinn
Liverpool gerði annað jafnteflið í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Newcastle á útivelli í sextándu umferð enska boltans. Liverpool byrjaði mun betur en Newcastle náði hægt og rólega að vinna sig inn í leikinn. Fékk framherjinn Callum Wilson meðal annars gott færi en Fabinho sá við honum. Markalaust í hálfleik. Mohamed Salah fékk gott tækifæri á 66. mínútu eftir sendingu frá Roberto Firmino og skömmu síðar skallaði Firmino hornspyrnu Andy Robertson rétt framhjá. Boltinn vildi ekki inn. Það voru gleiðitíðindi fyrir Liverpool menn á 72. mínútu er Thiago Alcantara kom inn á. Hann hafði ekki leikið síðan hann meiddist í leik gegn Everton um miðjan október. Sadio Mane komst næst því að skora undir lokin en skot hans var bjargað á línu. Lokatölur 0-0. Liverpool er með þriggja stiga forskot á Man. United sem á þó leik til góða en Newcastle er í fjórtánda sætinu. FT: Newcastle 0-0 LiverpoolBoth teams had chances but it's ended goalless.Karl Darlow with a huge performance for the hosts.Reaction #bbcfootball #NEWLIV— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti