Rashford: Væri heimskulegt að fara að hugsa um titilinn núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 10:30 Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Michael Regan Manchester United er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool þökk sé dramatísku sigurmarki frá Marcus Rashford í gærkvöldi. Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira