Rashford: Væri heimskulegt að fara að hugsa um titilinn núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 10:30 Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Michael Regan Manchester United er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool þökk sé dramatísku sigurmarki frá Marcus Rashford í gærkvöldi. Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira