„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 11:28 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40