Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 09:40 Bólusetningin gekk ljómandi vel í morgun. Vísir/Vilhelm Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Það voru þau Kristina Elizondo, sjúkraliði á gjörgæsludeild, Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild, Elías Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum, og Thelma Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður á bráðamóttöku, sem fengu fyrstu bólusetninguna. „Þetta var lítið mál“, sagði Kristina eftir að hafa fengið sprautuna en hún varð fyrst hér á landi til þess að verða bólusett gegn Covid-19. Kristín var næst, því næst Eyþór og að lokum Thelma, en allt í allt tók bólusetningin um þrjátíu sekúndur. Fjórmenningarnir sem fengu fyrsti bólusetninguna. Kristina Elizondo lengst til vinstri, því næst Kristín Gunnarsdóttir, Elías Eyþórsson og Thelma Guðrún Jónsdóttir lengst til hægri.Almannavarnir „Þetta var nú ekki lengi gert,“ sagði Alma Möller landlæknir að lokinni bólusetningunni. „Hálfnað verk þá hafið er.“ Hvöttu landsmenn alla til að mæta í bólusetningu þegar kallið kemur Fjórmenningarnir þurfa svo að mæta aftur í bólusetningu eftir um þrjár vikur til þess að fá seinni skammtinn, en bóluefni Pfizer kemur í tveimur skömmtum. „Nei alls ekki,“ svöruðu þau öll nánast í kór þegar þau voru spurð að því hvort að það hafi verið vont að fá sprautuna. Þau virtust öll vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið bólusetningu og hvöttu þau landsmenn alla til þess að þiggja bólusetningu þegar röðin kemur að hverjum og einum. Eyþór benti einnig á að það væri eðlilegt að vera smeykur við að vera sprautaður en hann hvatti landsmenn sérstaklega til að vega og meta kosti og galla við að fá bólusetninguna. Í þessu tilviki væri mun skynsamlegar og mun meiri vörn í því að fá bólusetningu, fremur en að eiga á hættu að fá Covid-19 síðar meir. Bólusetningin sjálf tók skamma stund.Almannavarnir Fólk gæti orðið verulega veikt af Covid-19 en engin slík áhætta væri fyrir hendi vegna bóluefnisins. Undir þetta tóku viðstaddir. „Þetta var bara ekkert mál, ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði Kristina til þess að undirstrika að bólusetningin sjálf væri ekkert til þess að vera hræddur eða hrædd við. Hér má sjá upptöku frá bólusetningarviðburðinum. Þar fyrir neðan má sjá framvindu bólusetningarinnar í beinni textalýsingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. 28. desember 2020 23:14