Í fyrsta leik dagsins mættust þeir Gary Anderson og Austurríkismaðurinn Mensur Suljovic. Austurríkismaðurinn er þekktur fyrir hversu afar hægt hann spilar en viðureignin fór í oddaleik.
Þar hafði hinn skoski Gary betur og kláraði Austurríkismanninn 3-0. Skotinn vandaði heldur ekki Austurríkismanninum kveðjurnar í leikslok þar sem hann var ósáttur með hans hæga leik.
Gary Anderson offers his take on how his match with Mensur Suljovic played out.
— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 28, 2020
Sky Sports Main Event & Darts
Live blog: https://t.co/0WJttBiEIy
# #WHDarts #LoveTheDarts pic.twitter.com/Ihwp5BWqS1
Annar leikur kvöldsins var frábær er Gerwyn Price hafði betur gegn Brendan Dolan einnig í oddaleik, 4-3. Price var magnaður í útskotunum en síðasti leikurinn fór einnig í oddaleik.
Algjörlega magnaður leikur og er búist við því að Gerwyn Price verði einn af þeim sem berst við Michael van Gerwen um titilinn í ár en hann er nú kominn í 16-liða úrslitin.
!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2020
Gerwyn Price is just so strong when he needs to be!
A brilliant 72 finish on tops for Price to win a deciding leg against Brendan Dolan.
What a battle that was! pic.twitter.com/ObRODfHMgs
Í þriðja og síðasta leik kvöldsins vann Glen Durrant 4-2 sigur á Danny Baggigs. Durrant er í tólfta sæti heimslistans og vann úrvalsdeildina á dögunum.
Pílan heldur áfram á morgun en fyrri útsendingin hefst klukkan 12.00 og sú síðari klukkan 18.00.

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.