40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. desember 2020 20:45 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira