Bóluefnið afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 10:00 Heilbrigðisráðherra tók til máls á fundinum. vísir Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Afhendingin fer fram í vöruskemmu Distica í Garðabæ, en fyrirtækið sér um hýsingu og dreifingu bóluefnisins. Flugvél með fyrstu tíu þúsund skammtana innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan níu í morgun. Viðstödd afhendinguna verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Bóluefnið kom til landsins í tveimur kössum, undir vökulum augum sérsveitarmanna.Almannavarnir Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá afhendingunni auk þess sem að fylgst er með framvindunni í beinni textalýsingu hér að neðan. Útsendingin hefst skömmu áður en bóluefnið verður afhent. Fyrstu skammtarnir ættu að duga til að bólusetja fimm þúsund manns en búist er við að Ísland muni fá þrjú til fjögur þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Stefnt er að því að bólusetning hefjist strax á þriðjudaginn en það verður tiltekinn hópur heilbrigðisstarfsfólks og íbúar hjúkrunarheimila sem verða meðal hinna fyrstu til að verða bólusettir hér á landi. Uppfært: Blaðamannafundinum er lokið en hér má sjá hann í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28 Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43 Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Þetta er langþráður dagur“ „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. 28. desember 2020 08:28
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43
Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís og geymist í kæli í nokkra daga Pfizer-bóluefnið verður flutt um allt land í þurrís til að tryggja að það haldist við 80 gráðu frost. Þá geymist það í nokkra daga í kæli við 2 – 8 gráður. 4. desember 2020 20:00