„Þetta er langþráður dagur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2020 08:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm „Þetta er langþráður dagur. Að geta tekið á móti fyrstu sendingu af bóluefni. Það er bara alveg frábært.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um daginn í dag en von er á fyrstu sendingu af bóluefni Pfizer til landsins í dag. Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þórólfur ræddi þetta og ýmislegt fleira í samtali við Bítismenn á Bylgjunni í morgun. Sagði hann fá tilfelli hafa verið að greinast nú yfir hátíðarnar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg sýni hafa verið tekin. Við höfum ekki verið með vaktina alveg í fullum gangi yfir jólin. Það á eftir að gera það svolítið upp. Sýnatökurnar hafa verið færri en venjulega, þannig að það þarf að skoða þetta í því ljósi. Nú byrja virku dagarnir aftur þannig að þá sjáum við aðeins betur hvernig þetta stendur.“ En miðað við það sem þú veist, ertu þá þokkalega ánægður með árangurinn? „Já, já. Þetta eru ekkert margir sem hafa greinst núna yfir hátíðarnar. Frá 22. [desember] hafa 27 einstaklingar greinst hér innanlands og þar af níu verið utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur og bætir við að það muni svo skýrast síðar í vikunni og upp úr áramótum hvaða áhrif mögulegar samkomur og veisluhöld yfir hátíðarnar hafi haft á útbreiðslu veirunnar. Um bóluefnið sem von er á nú segir hann þetta vera 10 þúsund skammtar. „Það verður byrjað að bólusetja á morgun og samkvæmt forgangsröðuninni þá verða teknir þarna framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni og síðan verður farið inn á hjúkrunarheimilin og elstu hóparnir bólusettir. Við munum bara vinna okkur þannig niður aldursstigann og áhættuhópa sérstaklega þegar næstu sendingar koma.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir einnig um óformlegar viðræður hans og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við Pfizer um möguleikann á að Ísland verði notað undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. Sömuleiðis ræddi hann um afbrigði veirunnar sem hafi greinst í Bretlandi og víðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19 Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bein útsending: Flugvélin með bóluefnið lendir í Keflavík Flugvél með fyrstu skammtana af Pfizer bóluefninu lendir á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Skammtarnir eru ætlaðir starfsmönnum Covid-göngudeildar Landspítalans, framlínustarfsfólki á spítölunum og íbúum á hjúkrunarheimilum. Vísir fylgist með lendingu flugvélarinnar í beinni útsendingu. 28. desember 2020 08:19
Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. 27. desember 2020 12:38