Kirkja Sigmundar Davíðs Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifaði áhugaverða grein í enska miðilinn The Spectator nýlega sem hlotið hefur nokkra umfjöllun. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af kirkju og kristni hér á landi sem á vesturlöndum. Hann snýr gagnrýni sinni að leiðtogum kirkjustofnana sem vilji sættast við tíðarandann með fylgispekt við róttækar hreyfingar umhverfis- og mannréttindasinna. Frekar en að standa í fæturna og boða hefðbundin gildi sé nú Greta Thunberg jafnvel oftar nefnd á nafn í ræðum sumra presta en Jesús sjálfur. Sigmundur aðvarar kirkjuna; ætli hún að hoppa upp á vinsældarvagna tíðarandans muni henni mistakast hrapalega. Í því sambandi rifjar hann upp hvernig kristnin hafi mótað söguna á öldum áður fremur en að lúta straumum samtímans. Hann nefnir forystu kirkjunnar í mennta- og velferðarmálum á liðnum öldum, aðild kristinna leiðtoga að afnámi þrælahalds og andóf þeirra gegn kynþáttahyggju. Þá rifjar hann upp framgöngu kristinnar kirkju í Póllandi og Austur-Þýskalandi sem ekki beygði sig fyrir hinu kommúníska valdi á dögum múrsins. Í þessu ljósi hvetur hann til þess að kristin kirkja leiti nú róta sinna. Frekar en að endurhanna sig í ljósi vinsælda skuli hún endurvinna raunverulega sjálfsmynd sína og hætta að biðjast afsökunar á sjálfri sér með átakanlegum æfingum líkt og sjá mátti þegar íslenska Þjóðkirkjan telfldi fram trans-Jesú umliðið haust. Engum þarf að leiðast að lesa skrif Sigmundar Davíðs og ég er viss um að velvild hans í garð kristni og kirkju er heil af hans hálfu. Það breytir þó ekki því að hann er svo einarður nýtingarsinni að kristin kirkja er þar ekki undan skilin frekar en náttúran sjálf. Kemur afstaða hans skýrt fram í því að hann telur daður kirkjunnar við náttúruverndarhreyfingar óþarfar þar eð kristin trúarhugsun tileinki manninum þá sérstöðu í náttúrunni að hann hafi umboð til að nota umhverfið og vernda sjálfum sér til handa. Um leið og mér hlýnar sem kirkjunnar manni við velvilja Sigmundar Davíðs þá verð ég að andmæla því áliti hans að náttúran sé handa mannkyninu samkvæmt kristinni trú. Hvort heldur horft er til Lútherska heimssambandsins, páfagarðs eða hvert annað í litrófi kristninnar þá er nú víðast viðtekin sú afstaða að maðurinn sé þátttakandi í vistkerfinu en ekki eigandi þess og að sérstaða hans felist einkum í getu hans til að vera ábyrgur í þágu heildarinnar. Opinber hnattræn orðræða, veraldleg jafnt sem trúarleg, hefur færst frá mannmiðlægni til lífmiðlægni síðustu áratugi. Það gerðist ekki óvart. Sigmundur Davíð lyftir fram samleið kristinnar kirkju og vestrænnar menningar og nefnir kristni og verstræn gildi hiklaust í sama orði. Það er raunhæft. Einmitt á þeim forsendum vil ég, vegna ástar minnar á Jesú og kirkju hans, endurskoða kirkjuna af sömu óvægnu ákefð og við hljótum nú að endurskoða vestrænan nútíma. Hvernig gat það gerst að kristin kirkja yrði meðhöfundur að því menningarástandi sem við köllum nútíma? Menningarástandi sem einkennist af öfgafullri mannmiðlægni og einstaklingshyggju, gengur þvert á grunngildi kristinnar trúar og stendur nú gjaldþrota í svimandi vistkerfisskuld sem enginn veit hvernig greiða skal en öll óttast hvar muni lenda. Já, kæri Sigmundur Davíð, andstæðingum kirkjunnar hættir til að gleyma þeim fræjum mildi, mannúðar og mennta sem kristnin vissulega hefur sáð um aldir. En við sem trúum á Jesú verðum jafnframt að horfast í augu við afglöp kirkjunnar í sögunni. Líklega rís þar hæst þrjúhundruðára bandalag hennar við hagkerfi og ríkisvald í vestrænum nútíma þar sem hinum náttúrulega heimi var vikið til hliðar og hann skilgreindur sem hráefni en maðurinn skilgreindur eigandi og einyrki. Tillögur Sigmundar Davíðs til kirkjunnar í nefndri grein eru sannarlega áhugaverðar og ekki unnt að reifa þær hér, nema að því leyti að hann biður um samtal á forsendum lýðræðis. Það tek ég undir. Að öðru leyti virðast mér tillögur hans allar vera um það að kirkjan komi aftur „heim“ til liðs við ríkisvald og hagkerfi með því að hún láti af þátttöku sinni í gagnrýninni og greinandi þjóðfélagsumræðu. Það getur hún ekki í Jesú nafni. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar