Meira að gera hjá hrútunum en prestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2020 20:06 Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna í Hrunamannahreppi. Hann er með fimm kirkjur í sinni umsjón. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu. Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira