Lögregla hafði upphaflega verið kölluð til vegna skothvella sem heyrðust á svæðinu skömmu fyrir klukkan sex að staðartíma í gærmorgun. Þegar komið var á vettvang heyrðust varnaðarorð frá bílnum sem sprakk nokkrum mínútum síðar. Lögregla telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða og gengur út frá því að sprengingin hafi verið viljaverk.
Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var sprengingin svo öflug að lögreglumaður á vettvangi féll til jarðar og röskun varð á fjarskiptakerfum í ríkinu. Miklar skemmdir urðu á nærliggjandi byggingum og vatn flæddi niður veggi þegar lagnir í húsum skemmdust.

Ekki er vitað hver stóð að baki sprengingunni en nokkrir hafa verið færðir til yfirheyrslu samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá liggur ekki fyrir hvort einhver hafi verið í bílnum þegar sprengingin varð, en bandarískir miðlar greina frá því að lík hafi mögulega fundist nærri staðnum sem sprengingin varð.
Lögreglan í Nashville hefur birt mynd af bílnum á Twitter-síðu sinni og óskað eftir upplýsingum frá almenningi. Þar segir að bílnum hafi verið keyrt inn götuna skömmu eftir klukkan eitt aðfaranótt jóladags þar sem hann sprakk nokkrum klukkustundum síðar
BREAKING: This is the RV that exploded on 2nd Ave N this morning. It arrived on 2nd Ave at 1:22 a.m. Have you seen this vehicle in our area or do you have information about it? Please contact us via Crime Stoppers at 615-742-7463 or online via https://t.co/dVGS7o0m4v. @ATFHQ pic.twitter.com/JNx9sDinAH
— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) December 25, 2020