Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:49 Frá rússneska þinginu. Þar hafa þingmenn í vikunni samþykkt fjölda frumvarpa sem sögðu eru snúa að því að auka völd hins opinbera og takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. EPA/YURI KOCHETKOV Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar. Rússland Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar.
Rússland Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira