Þetta var að morgni laugardagsins 31. okóber, hrekkjavöku, og sneru mennirnir aftur skömmu seinna. Þá voru þeir vopnaðir AK-47 árasarrifli og samkvæmt frétt NBC News skutu þeir fimmtán skotum í húsnæði nektardansstaðarins.
Þrír særðust í árásinni en lögreglan segir það kraftaverk að enginn hafi dáið. Rúmlega 30 manns hafi verið á staðnum og mennirnir hafi skotið af handahófi.
Þrír menn úr hópnum hafa verið ákærðir, eftir að þeir voru handteknir í síðustu viku. Það eru þeir Edgar Nava-Ayala (34), Daniel Juvenal Ocampo (22), sem eiga báðir lífstíðarfangelsi yfir höfði sér, og Juan Jose Acosta-Soto (20) sem gæti verið dæmdur í allt að sautján ára fangelsi.
Í frétt Washington Post segir að víða um Bandaríkin hafi komið til skotárása vegna deilna um grímur á undanförnum mánuðum. Í maí hafi öryggisvörður í verslun verið skotinn til bana eftir að hann meinaði konu inngöngu í verslunina þar sem barn hennar hafi ekki verið með grímu.
Í sama mánuði hafi maður sem reyndi að fara grímulaus um borð í strætó í San Antonio í Texas skotið annan farþegar sem sagði að hann þyrfti að vera með grímu. Sá lifði af en særðist alvarlega. Þó hleypti maður úr byssu sinni fyrir utan tóbaksverslun í Pennsylvaníu eftir að hann hafði verið beðinn um að vera með grímu.