Vonar að fólk leyfi þeim sem dvelja á hjúkrunarheimili yfir jólin að fylgjast með hátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 21:00 Rebekka Ingadóttir er forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. FRIÐRIK ÞÓR Forstöðumaður á Hrafnistu vonar að fjölskyldur leyfi ættingjum, sem dvelja á hjúkrunarheimilum, að fylgjast með jólahátíðinni í gegnum fjarskiptabúnað. Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Alfarið er mælst gegn því að íbúar hjúkrunarheimila fari í boð til ættingja yfir jólin vegna ástandsins. Því er ljóst að margir heimilismenn sem vanir eru að fara til fjölskyldunnar yfir jólin munu verja þeim á hjúkrunarheimili í ár. „Við leggjum mikið upp úr því að jólin og áramótin séu mjög hátíðleg og heimilisleg á Hrafnistu þannig við ætlum að leggja okkur extra mikið fram þessi jól og áramót og setja smá glimmer yfir þau,“ sagði Rebekka Ingadóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Skógarbæ. Mikið verður lagt í jólamatinn auk þess sem samverustundir verði sem flestar. Er einhver sem ætlar að fylgjast með jólahaldi í gegnum fjarskiptabúnað? „Ég hef ekki heyrt af því en ég vona að fólk nýti tæknina og leyfi íbúum Hrafnistu að koma inn í stofu með hjálp tækninnar. Ég vona það.“ Rebekka segir íbúa duglega að læra á nýjustu tækni. „Fyrst var þetta svolítið erfitt fyrir þá en þeir hafa svolítið þjálfast upp í að nýta sér tæknina. Líka það sem við höfum séð er að fólk er orðið nánara. Samverustundirnar á heimilunum hafa orðið nánari á milli íbúanna og líka á milli starfsmanna og íbúa,“ sagði Rebekka. Íbúar þakklátir Hún segir íbúa þakkláta að hjúkrunarheimilin séu varin í faraldrinum. Þegar Rebekka spurði heimilismann sem vanur er að dvelja hjá börnum sínum og stórfjölskyldu yfir jólin sagði hann: „Mér finnst þetta allt í lagi því ég veit að hér líður mér vel og ég mun eyða hátíðinni með vinum mínum sem ég hef eignast hér í Skógarbæ.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Jól Tengdar fréttir Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17 Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31 Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Svona verður fyrirkomulagið á hjúkrunarheimilum yfir hátíðarnar Einn til tveir gestir mega heimsækja heimilisfólk á hjúkrunarheimilum hvern dag yfir hátíðarnar og heimsóknartími verður lengdur. Krafa verður gerð um að íbúar sem dvelja hjá ættingjum yfir jólin fari í sóttkví á heimilinu sem heimsótt er og fari í sýnatöku áður en þeir snúa aftur á hjúkrunarheimilin. 17. desember 2020 13:17
Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. 16. desember 2020 11:31
Hrafnista biðlar til ættingja að „leggja eigin hagsmuni til hliðar“ Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hafa gefið út tilmæli til hjúkrunarheimila þar sem mælt er gegn því að íbúar fari útaf heimilunum til að dvelja hjá ættingjum yfir hátíðarnar. 16. desember 2020 08:46