Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það í dag hvernig taka skuli á þessu nýja afbrigði veirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Danir og Finnar bættust í morgun við þann hóp þjóða sem hafa bannað komu allra flugvéla frá Bretlandi vegna útbreiðslunnar. Áður höfðu meðal annars Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Ítalir þegar aflýst öllum flugferðum frá Bretlandi. Rætt var við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann meðal annars spurður út í það hvers vegna Ísland væri ekki líka búið að loka á Bretland en í dag er von á einni vél til landsins frá London. Þórólfur kvaðst hafa fundað í gær með vísindamönnum frá Bretlandi ásamt fulltrúum annarra Evrópuþjóða. Á fundinum fóru bresku vísindamennirnir yfir sín gögn varðandi nýja afbrigðið. „Þeir hafa náttúrulega reiknað þetta út hjá sér Bretarnir að veiran sé líklega, hún smiti meira eða er fljótari að fara yfir en aðrar veirur af Covid og færðu fyrir því alls konar útreikninga og rök. […] En þetta eru náttúrulega ekki endanleg sannindi en þetta eru sterkar vísbendingar um það en það virðist ekki vera að veiran sé verri, hún veldur ekkert verri sjúkdómi,“ sagði Þórólfur. Þá benti hann á að hafa þyrfti í huga að þær aðgerðir sem verið væri að grípa til erlendis nú vegna þessa nýja afbrigðis væru vegna þess að þjóðirnar hefðu hingað til ekki verið með neinar sérstakar aðgerðir á sínum landamærum. „Það hefur enginn verið með þessa tvöföldu skimun eins og við. Nú eru til dæmis Norðmenn að taka upp þessa tvöföldu skimun gagnvart Bretum eins og við erum með. Þannig að við erum búin að vera með þetta allan tímann. Við erum að reyna að grípa til þeirra aðgerða sem lágmarki hættuna á því að veiran komist hérna inn þannig að það eru aðrar þjóðir eru kannski aðeins að færa sig nær því sem við erum að gera með þessum aðgerðum. Ég tel ekki ástæðu fyrir okkur á þessu stigi að fara í miklu harðari aðgerðir á landamærunum,“ sagði Þórólfur. Einn hefur greinst hér á landi með þetta nýja afbrigði. Það var við seinni landamæraskimun í byrjun desember. „Hann var settur í einangrun og það hefur ekki orðið neitt smit út frá honum þannig að ég held að við séum að gera þetta eins vel á landamærunum gagnvart öllu og líka ef eitthvað svona kemur upp og hægt er,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira