„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 18:24 Þórólfur segir einn einstakling með breska afbrigðið hafa greinst á landamærunum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira