Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum.
Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020
Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!
Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf
Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu.
Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett.
Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra.
Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020
It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc
Öll úrslit dagsins:
Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0
Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0
Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2
Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3
Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2
John Henderson - Marko Kantele 3-2
Luke Humphries - Paul Lim 2-3
James Wade - Callan Rydz 3-0

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.