Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 15:08 Lögregla stendur vaktina á svæðinu en eins og sjá má er húsið gjörónýtt. Vísir/Egill Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08