Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 15:08 Lögregla stendur vaktina á svæðinu en eins og sjá má er húsið gjörónýtt. Vísir/Egill Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08