Mikilvægur en naumur sigur City Anton Ingi Leifsson skrifar 19. desember 2020 16:54 Sterling fagnar sigurmarkinu í dag. Mikilvægt mark fyrir framhaldið hjá City. Manchester City FC/Getty Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í átta stig með 1-0 sigri á Southampton á útivelli. City missteig sig í síðustu umferð er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn WBA á heimavelli og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur á suðurströndina í dag gegn spútnikliði Southampton. Það var strax á sextándu mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins kom. Kevin de Bruyne gaf þá laglega sendingu á Raheem Sterling sem skoraði. Lokatölur 1-0. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en City varðist vel. Þeir hafa einungis fengið á sig tólf mörk í ár og halda áfram að spila þéttan varnarleik. City er nú í fimmta sætinu með 23 stig. Liverpool er á toppnum með 31 stig en City á þó leik til góða á toppliðið. Southampton er áfram í fjórða sætinu með 24 stig. FT Southampton 0-1 Man CityRaheem Sterling's goal sends Man City into fifth as Southampton miss the chance to go second.REACTION https://t.co/qZYsE3VYdU pic.twitter.com/QaoTh4klAz— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2020 Fótbolti Enski boltinn
Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í átta stig með 1-0 sigri á Southampton á útivelli. City missteig sig í síðustu umferð er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn WBA á heimavelli og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur á suðurströndina í dag gegn spútnikliði Southampton. Það var strax á sextándu mínútu sem fyrsta og eina mark leiksins kom. Kevin de Bruyne gaf þá laglega sendingu á Raheem Sterling sem skoraði. Lokatölur 1-0. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en City varðist vel. Þeir hafa einungis fengið á sig tólf mörk í ár og halda áfram að spila þéttan varnarleik. City er nú í fimmta sætinu með 23 stig. Liverpool er á toppnum með 31 stig en City á þó leik til góða á toppliðið. Southampton er áfram í fjórða sætinu með 24 stig. FT Southampton 0-1 Man CityRaheem Sterling's goal sends Man City into fifth as Southampton miss the chance to go second.REACTION https://t.co/qZYsE3VYdU pic.twitter.com/QaoTh4klAz— BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2020
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti