Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 09:55 Á þessari mynd sést vel hvernig aðstæður eru á Seyðisfirði nú. Húsið Breiðablik fluttist til um tugi metra í nótt þegar skriða féll úr Nautaklauf og mikill vatnselgur, urð og grjót er á götum bæjarins. Vísir/Egill Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og svo virðist sem seinni skriðan sem féll í nótt hafi verið mun stærri en aðrar skriður sem höfðu fallið áður í vikunni enda hreif hún með sér heilt einbýlishús og flutti það til um fimmtíu metra að því er talið er. Húsið var mannlaust en ekki er búið í því að staðaldri. Þá var það inni á rýmingarsvæði við Austurveg þar sem það hafði lent í annarri skriðu fyrr í vikunni. Talið er að húsið sé ónýtt. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, voru á ferðinni um bæinn nú í morgunsárið og ræddu meðal annars við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Hann segir ástandið ekki gott og verið sé að ákveða með næstu skref. Ekki sé alveg vitað hvað taki við í birtingu en meðal annars þarf að kanna hvort fleiri skriður hafi fallið sem ekki sjáist í myrkrinu nú. Davíð kveðst ekki hafa upplifað svona mikla rigningu áður. „Þetta er búið að vera mjög lengi, mjög mikið þannig að nei, ekki svo ég man eftir,“ segir Davíð. Talið er að einbýlishúsið sem skriðan hreif með sér sé ónýtt. Ekki var búið þar að staðaldri heldur var það nýtt sem sumarhús.Vísir/Egill Aðspurður hvort holræsakerfi bæjarins þoli þennan mikla vatnselg segir hann að aukið hafi verið við dælubúnaðinn. „Við höfum náttúrulega dælt upp úr brunnakerfinu til að halda í við – þannig að það er búið að auka dælur og bæta við en það er bara vatn alls staðar,“ segir Davíð. Hann segir björgunarsveitina vel mannaða og hefur ekki áhyggjur af því að hafa ekki nægan mannskap til þess að sinna hreinsunar- og björgunarstarfi. Íbúar gæti fyllstu varúðar Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan tíu segir að hættuástand sé enn á rýmingarsvæði á Seyðisfirði og umferð þar óheimil sem stendur. „Beðið er birtingar til að meta ástand og gera ráðstafanir til að tryggja öryggi. Gera má ráð fyrir að rýming standi í sólarhring til viðbótar að minnsta kosti. Dregið hefur lítillega úr úrkomu og standa vonir því til að ástandið fari skánandi úr þessu. Versni staðan hins vegar er áætlun um frekari rýmingar eða útvíkkun á varúðarsvæðum. Íbúar eru beðnir um að gæta fyllstu varúðar sem fyrr,“ segir í tilkynningu lögreglu. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum vegna mikilla rigninga og gildir hún til klukkan átta í kvöld. Hættustig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og óvissustig er í gildi annars staðar í landshlutanum.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. 18. desember 2020 08:20
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Áfram hættustig á Seyðisfirði og aurskriða féll í Eskifirði Hættustig almannavarna mun áfram vera í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Þrjú hlaup urðu í Búðará í dag auk aurskriðuflóðs við Selsstaði sem lokaði vegi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Almannavarna. 17. desember 2020 22:14