Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 09:47 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. Að sögn Pfizer hefur engum sendingum verið frestað. Öllum þeim 2,9 milljónum skömmtum sem bandarísk yfirvöld báðu um hafi verið komið á áfangastað en engar leiðbeiningar hafi borist um frekari dreifingu. Félagið sé sannfært um að það geti dreift 50 milljónum skammta á heimsvísu fyrir lok árs. „Ég eins og aðrir var að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og ég sé ekki betur en að þessi tilkynning sé ætluð fyrir innanlandsmarkaðinn og dreifinguna í Bandaríkjunum. Við finnum út úr þessu í gær og verkefni dagsins er að tala við dreifingaraðilana og fá botn í málið fyrir Evrópu í dag,“ sagði Svandís í Bítinu í morgun. „Ég þrálas þessa yfirlýsingu og þetta virtist allt snúast um innanlandsmarkað í Bandaríkjunum.“ Svandís segir að samkvæmt yfirlýsingunni sé nægilegt magn af bóluefni hjá Pfizer sem hafi ekki farið út í dreifingu. Hver og einn sé með sína samninga og áætlanir. Hún telur of snemmt að segja til um hvort Ísland hafi átt að fara sjálfstætt í samningaviðræður í stað þess að fara í gegnum Evrópusambandið, en ljóst sé að samningsstaða sambandsins sé sterk. „Með því að fara í gegnum Evrópusambandið erum við með mjög öflugt samningateymi þar gagnvart sex eða sjö framleiðendum. Þá erum við í raun og veru að tryggja okkur, litla Ísland, að við séum samhliða Evrópusambandinu í þeim samningaviðræðum og tryggjum í raun okkar aðkomu að öllu því sem Evrópusambandið fær,“ segir Svandís. Fimm þúsund skammtar ekki vonbrigði Svandís segir ljóst að miðað við hraðann sem hefur verið á ferlinu geti vel verið að bólusetningar framlínustarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist milli jóla og nýars. Nú þegar væri búið að gera ráðstafanir fyrir flutninga efnisins og þær fregnir sem bárust í gær hafi aðeins hliðrað ferlinu um nokkrar vikur. Aðspurð hvort þeir fimm þúsund skammtar sem koma til landsins um jólin séu vonbrigði telur hún svo ekki vera. Fólk ætti að reyna að sýna þolinmæði og „anda í kviðinn“ þar sem mikið þrekvirki hefði nú þegar verið unnið. „Ísland hefur verið að standa sig mjög vel í baráttunni við faraldurinn og við höfum líka passað mjög vel upp á það að vera með okkar hagsmuni mjög skýra og trygga varðandi bóluefnin. Það er sem er mikilvægast núna er að heiminum hefur tekist, með því að snúa bökum saman, bæði þessi fyrirtæki og þjóðir heims, að þróa bóluefni hraðar heldur en nokkurn tíma hefur gerst.“ Hún segist vona að frekari upplýsingar liggi fyrir í dag. „Ég mun finna út úr þessu núna og svo verður umræða í þinginu í hádeginu. Ég vonast til þess að við verðum þá með skýrari svör, en mér finnst skipta miklu máli að við séum eins upplýst og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bítið Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Að sögn Pfizer hefur engum sendingum verið frestað. Öllum þeim 2,9 milljónum skömmtum sem bandarísk yfirvöld báðu um hafi verið komið á áfangastað en engar leiðbeiningar hafi borist um frekari dreifingu. Félagið sé sannfært um að það geti dreift 50 milljónum skammta á heimsvísu fyrir lok árs. „Ég eins og aðrir var að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og ég sé ekki betur en að þessi tilkynning sé ætluð fyrir innanlandsmarkaðinn og dreifinguna í Bandaríkjunum. Við finnum út úr þessu í gær og verkefni dagsins er að tala við dreifingaraðilana og fá botn í málið fyrir Evrópu í dag,“ sagði Svandís í Bítinu í morgun. „Ég þrálas þessa yfirlýsingu og þetta virtist allt snúast um innanlandsmarkað í Bandaríkjunum.“ Svandís segir að samkvæmt yfirlýsingunni sé nægilegt magn af bóluefni hjá Pfizer sem hafi ekki farið út í dreifingu. Hver og einn sé með sína samninga og áætlanir. Hún telur of snemmt að segja til um hvort Ísland hafi átt að fara sjálfstætt í samningaviðræður í stað þess að fara í gegnum Evrópusambandið, en ljóst sé að samningsstaða sambandsins sé sterk. „Með því að fara í gegnum Evrópusambandið erum við með mjög öflugt samningateymi þar gagnvart sex eða sjö framleiðendum. Þá erum við í raun og veru að tryggja okkur, litla Ísland, að við séum samhliða Evrópusambandinu í þeim samningaviðræðum og tryggjum í raun okkar aðkomu að öllu því sem Evrópusambandið fær,“ segir Svandís. Fimm þúsund skammtar ekki vonbrigði Svandís segir ljóst að miðað við hraðann sem hefur verið á ferlinu geti vel verið að bólusetningar framlínustarfsfólks og viðkvæmra hópa geti hafist milli jóla og nýars. Nú þegar væri búið að gera ráðstafanir fyrir flutninga efnisins og þær fregnir sem bárust í gær hafi aðeins hliðrað ferlinu um nokkrar vikur. Aðspurð hvort þeir fimm þúsund skammtar sem koma til landsins um jólin séu vonbrigði telur hún svo ekki vera. Fólk ætti að reyna að sýna þolinmæði og „anda í kviðinn“ þar sem mikið þrekvirki hefði nú þegar verið unnið. „Ísland hefur verið að standa sig mjög vel í baráttunni við faraldurinn og við höfum líka passað mjög vel upp á það að vera með okkar hagsmuni mjög skýra og trygga varðandi bóluefnin. Það er sem er mikilvægast núna er að heiminum hefur tekist, með því að snúa bökum saman, bæði þessi fyrirtæki og þjóðir heims, að þróa bóluefni hraðar heldur en nokkurn tíma hefur gerst.“ Hún segist vona að frekari upplýsingar liggi fyrir í dag. „Ég mun finna út úr þessu núna og svo verður umræða í þinginu í hádeginu. Ég vonast til þess að við verðum þá með skýrari svör, en mér finnst skipta miklu máli að við séum eins upplýst og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bítið Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22