Að fela peninga yfir áramótin Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 10:31 Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Sjá meira
Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun