Í gær voru áhorfendur í salnum en eftir nýjustu sóttvarnarreglur í Lundúnum mega engir áhorfendur vera í salnum í Alexandra Palace, að minnsta kosti næstu daga.
Fyrsti leikur dagsins var frábær. Ryan Joyce mætti þá Tékkanum, Karel Sedláček. Leikurinn fór alla leið í úrslitasett þar sem Ryan Joyce hafði betur.
Endurkoma dagsins var þó hjá Chris Dobey. Hann var lentur 2-0 undir gegn Jeff Smith en vann næstu þrjá leggi og oddasetið meðal annars 3-0.
Lisa Ashton gerði sig einnig gildandi í dag. Hún fór með alla Adam Hunt alla leið í úrslitaeinvígi þar sem Hunt hafði þó betur.
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 16, 2020
Adam Hunt is still averaging over 102 here as he levels the tie with a 100 checkout!
Brilliant encounter between these two pic.twitter.com/aP4VOudqeh
Úrvalsdeildarmeistarinn Glen Durrant var ekki sannfærandi í síðasta leik dagsins gegn Brassanum Diogo Portela en vann þó 3-0 sigur.
Durrant var þó ekki sáttur með sína frammistöðu og getur mun betur.
Úrslit dagsins í Alexandra Palace:
Ryan Joyce - Karel Sedláček 3-2 (96-liða úrslitin)
Ross Smith - David Evans 3-0 (96-liða úrslitin)
William O'Connor - Niels Zonneveld 3-0 (96-liða úrslitin)
Chris Dobey - Jeff Smith 3-2 (96-liða úrslitin)
Max Hopp - Gordon Mathers 3-0 (96-liða úrslitin)
Callan Rydz - James Bailey 3-1 (96-liða úrslitin)
Adam Hunt - Lisa Ashton 3-2 (64-liða úrslitin)
Glen Durrant - Diogo Portela 3-0 (64-liða úrslitin)

HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.