Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:03 Að minnsta kosti þrjár skriður féllu á byggðina í gær. Myndin sýnir farveg þeirra. Daníel Örn Gíslason Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37
Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04
Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36