Rósa Björk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2020 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23