„Mega frjáls um fjöllin ríða“ Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2020 21:01 Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar