Meiri sveigjanleiki í fæðingarorlofi samkvæmt drögum að nefndaráliti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2020 12:00 Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði eftir áramót. vísir/Vilhelm Framseljanlegum mánuðum í lengdu fæðingarorlofi verður fjölgað úr einum í tvo samkvæmt drögum að nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis. Enn er þó ágreiningur um málið innan nefndarinnar. Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira