Jöfn skipting fæðingaorlofs - Jafnréttismál Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 14. desember 2020 14:30 Fæðingaorlofsfrumvarp félagsmálaráðherra liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið boðar 12 mánaða fæðingaorlof með jafna skiptinu milli foreldra og rétturinn skiptist þannig að sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verði sex mánuðir. Hvort foreldri um sig getur svo framselt einn mánuð af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins. Eitt ár í lífi barns er mikilvægt og fyrsta árið lang mikilvægast. Það er því stórt skref fyrir börn og foreldra að ná þessu marki. Meginmarkmið frumvarpsins er að ryðja úr vegi eldri viðhorfum um að faðirinn beri meginábyrgð á efnahag heimilisins með tekjuöflun sinni. Niðurstöður rannsókna á íslenska fæðingarorlofskerfinu benda meðal annars til að „feðrakvótinn“ svokallaði, eða fæðingarorlofsréttur sem einungis feður geta nýtt, sé rétt stefna til að ná fram markmiðum laganna um fæðingar- og foreldraorlof að tryggja réttindi barna til samvista við báða foreldra og að gera þannig foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Vinnumarkaðsúrræði Meginmarkmið frumvarpsins er tvíþætt. Annars vegar skal tryggja barni samvistum við foreldra sína í 12 mánuði, og allir eru sammála um það. Svo er það hins vegar að jafna rétt foreldra við töku á fæðingaorlofi. Við eigum auðvelt með að sjá fyrir okkur yndislegar samverustundir foreldra og barna, draga að sér ilm af hvítvoðungnum og styrkja tilfinningatengslin sem lifir út ævina. Við viljum börnum okkar það besta og að einstaklingar af öllum kynjum beri sama rétt í samfélaginu sem og á vinnumarkaði. Fæðingaorlofsrétturinn er mikilvægur fyrir jafnréttisbaráttu á vinnumarkaði. Meðan jafnri skiptingu er ekki náð þá náum við ekki jafnlaunarétti milli kynjanna. Við skulum líka tala um jafnrétti í lífeyrismálum, en þar spilar jafn réttur fæðingaorlofs stóran þátt. Þegar barátta fyrir fæðingaorlofi hófst voru þessir þættir hafðir að leiðarljósi. Tímamótaáfangi Að jafna rétt foreldra til töku á fæðingaorlofi er tímamótaáfangi og stórt jafnréttismál. Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Þar af leiðir að með jafnri skiptingu á fæðingaorlofi komumst við skrefi nær jafnrétti kynja á vinnumarkaði, bæði hvað varðar laun og lífeyrisréttindi. Við eigum ekki að gefa eftir í þeirri baráttu. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Fæðingarorlof Félagsmál Jafnréttismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fæðingaorlofsfrumvarp félagsmálaráðherra liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið boðar 12 mánaða fæðingaorlof með jafna skiptinu milli foreldra og rétturinn skiptist þannig að sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verði sex mánuðir. Hvort foreldri um sig getur svo framselt einn mánuð af sjálfstæðum rétti sínum til hins foreldrisins. Eitt ár í lífi barns er mikilvægt og fyrsta árið lang mikilvægast. Það er því stórt skref fyrir börn og foreldra að ná þessu marki. Meginmarkmið frumvarpsins er að ryðja úr vegi eldri viðhorfum um að faðirinn beri meginábyrgð á efnahag heimilisins með tekjuöflun sinni. Niðurstöður rannsókna á íslenska fæðingarorlofskerfinu benda meðal annars til að „feðrakvótinn“ svokallaði, eða fæðingarorlofsréttur sem einungis feður geta nýtt, sé rétt stefna til að ná fram markmiðum laganna um fæðingar- og foreldraorlof að tryggja réttindi barna til samvista við báða foreldra og að gera þannig foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Vinnumarkaðsúrræði Meginmarkmið frumvarpsins er tvíþætt. Annars vegar skal tryggja barni samvistum við foreldra sína í 12 mánuði, og allir eru sammála um það. Svo er það hins vegar að jafna rétt foreldra við töku á fæðingaorlofi. Við eigum auðvelt með að sjá fyrir okkur yndislegar samverustundir foreldra og barna, draga að sér ilm af hvítvoðungnum og styrkja tilfinningatengslin sem lifir út ævina. Við viljum börnum okkar það besta og að einstaklingar af öllum kynjum beri sama rétt í samfélaginu sem og á vinnumarkaði. Fæðingaorlofsrétturinn er mikilvægur fyrir jafnréttisbaráttu á vinnumarkaði. Meðan jafnri skiptingu er ekki náð þá náum við ekki jafnlaunarétti milli kynjanna. Við skulum líka tala um jafnrétti í lífeyrismálum, en þar spilar jafn réttur fæðingaorlofs stóran þátt. Þegar barátta fyrir fæðingaorlofi hófst voru þessir þættir hafðir að leiðarljósi. Tímamótaáfangi Að jafna rétt foreldra til töku á fæðingaorlofi er tímamótaáfangi og stórt jafnréttismál. Í sameiginlegri umsögn prófessors í félagsráðgjöf og dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands um frumvarpið kemur meðal annars fram að lengingin á rétti foreldra til fæðingarorlofs sé tímamótaáfangi til hagsbóta fyrir fjölskyldur í þágu hagsmuna barna og foreldrajafnréttis. Þar af leiðir að með jafnri skiptingu á fæðingaorlofi komumst við skrefi nær jafnrétti kynja á vinnumarkaði, bæði hvað varðar laun og lífeyrisréttindi. Við eigum ekki að gefa eftir í þeirri baráttu. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun