Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2020 14:12 Umræddir stólar sem eitt sinn prýddu Skelfiskmarkaðinn. Björn Árnason Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins. Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í máli sem hófst þegar Bitter ehf. og þrotabúið tókust á um stólana sem fjarlægðir voru úr húsnæði Skelfiskmarkaðarins eftir að veitingastaðnum var lokað í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins þar sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með fimmtíu prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að Bitter ehf. bæri að greiða þrotabúinu 6,7 milljónir vegna málsins, þar sem um ólögmæta og riftanlega ráðstöfun hafi verið um að ræða. Bitter ehf, áfrýjaði málinu hins vegar til Landsréttar þar sem félagið fór fram á verða sýknað í málinu, en til vara félagið yrði sýknað af fjárkröfunni og að viðurkennd yrði að félaginu væri heimilt að skila stólunum 149. Stólarnir í fínu lagi Landsréttur féllst á þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlega ráðstöfun hafi verið að ræða, þannig að forsvarsmönnum Skelfiskmarkaðarins hafi ekki verið heimilt að greiða skuld sína við Bitter ehf. með því að afhenda stólana 149. Sem fyrr segir krafðist Bitter ehf. þess til vara að mega greiða skuldina með því að afhenda stólana. Dómkvaddur matsmaður hafði komist að þeirri niðurstöðu í málinu að stólarnir væru enn í fínu lagi í vörslu verslunarinnar, og að virði þeirra væri sambærilegt þeirri fjárkröfu sem upp væri í málinu. Í dómi Landsréttar segir að þessu mati hafi ekki verið hnekkt og því væri Bitter ehf. heimilt að greiða skuldina með því að skila stólunum, enda hafi virði þeirra ekki rýrnað óhæfilega mikið. Að auki þarf að Bitter ehf. að greiða þrotabúinu 1,6 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Veitingastaðir Tengdar fréttir Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. 4. febrúar 2020 14:24
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31