Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:00 Angela Merkel kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gild á miðvikudaginn í Þýskalandi. EPA/RAINER KEUENHOF Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá. Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Ráðstafanirnar sem taka gildi á miðvikudag verða í gildi að minnsta kosti til 10. janúar í von um að draga úr útbreiðslu covid-19, í þessari annarri bylgju faraldursins í Evrópu. Mikið álag hefur verið á heilbrigðiskerfið í Þýskalandi líkt og víða annars staðar. Viðbúið er að hertar ráðstafanir muni hafa gríðarleg áhrif á verslunarmenn, menntakerfið og almenning allan nú í aðdraganda jólanna. Allar „ónauðsynlegar verslanir og þjónusta“ skulu vera lokaðar til 10. janúar og má þar meðal annars nefna hárgreiðslustofur sem hafa verið opnar undanfarið. Þá eru skólar hvattir til að senda nemendur heim og halda áfram kennslu um netið auk þess sem mælst er til þess að jólafríið verði lengt til 10. janúar. Leikskólum verður jafnframt lokað en foreldrum verður gert kleift að taka launað leyfi til að annast börn sín. Atvinnurekendur eru hvattir til að láta starfsfólk vinna heima og neysla áfengis á almannafæri verður óheimil. Trúarstofnunum verður heimilt að halda starfsemi gangandi og halda helgiathafnir sé öllum hreinlætis- og sóttvarnareglum fylgt en fjöldasöngur verður ekki heimilaður. Ríki þýska sambandsríkisins hafa ennþá hug á að slaka á reglum milli 24. og 26. desember svo nánasta fjölskylda geti varið jólunum saman. Hvert heimili má í þessa þrjá daga bjóða allt að fjórum fullorðnum frá öðrum heimilum í heimsókn en aðeins úr nánustu fjölskyldu. Börn undir fjórtán ára aldri teljast ekki með.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira