Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 12:39 Mitch McConnell of Kentucky, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðstoðarmenn hans hafa sagt öðrum þingmönnum að líklegast sé engin leið að samkomulagi í deilunum um neyðarpakkann. AP/Sarah Silbiger Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira