Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 09:22 Brandon Bernard var 40 ára gamall þegar hann var tekinn af lífi í gærkvöldi. Hann var dæmdur til dauða árið 1999. Vísir/AP Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar. Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína. Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína.
Bandaríkin Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira