„Vá stendur fyrir dyrum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira