Bilunin er rakin til sambandsleysis, sem lamaði bæði Messenger og skilaboðaþjónustu Instagram hjá notendum víða um heim. Þetta kemur fram í svari Facebook við fyrirspurn tæknimiðilsins Verge.
Bilunin virtist einkum hrjá notendur forritsins í Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Notendur forritsins fengu meldingu um að engin nettenging væri til staðar, þó að sú væri raunin, og gátu hvorki sent né móttekið skilaboð.
Samkvæmt vefsíðunni Downdetector.com rigndi inn tilkynningum um bilun í Messenger á nokkurra klukkutíma tímabili í dag. Villumeldingarnar bárust helst frá löndum í Evrópu, auk Filippseyja. Talsvert hefur hægst á bilunartilkynningum á vefnum nú síðdegis.
Facebook biðst afsökunar á óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið.