Lögreglan bankaði upp á í beinni útsendingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2020 13:44 Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977. Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Mál Elísabetar, sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún kom til landsins á föstudaginn frá Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 daginn eftir. Fréttastofa greindi frá því fyrir um helgina að mál hennar væri komið inn á borð lögreglu. Í viðtalinu má heyra þegar lögreglumenn banka heima hjá henni og boða hana til skýrslutöku vegna máls sem lögreglan hefur til rannsóknar. Elísabet: „Hvað eruð þið að gera?“ Lögreglumaður: „Birta þér kvaðningu.“ Elísabet: „Kvaðningu hvað?“ Lögreglumaður: „Þú átt að mæta í skýrslutöku.“ Elísabet forvitnaðist þá um ástæður þess af hverju hún átti að mæta í skýrslutöku. Hvöttu lögreglumenn hana þá til þess að hafa samband við lögreglumanninn sem færi með rannsókn málsins. Sagði hún þá lögreglumennirnir yrðu að banka aftur þegar þeir væru búnir að komast að því af hverju væri verið að boða hana til skýrslutöku. Má því næst heyra hurð vera lokað. Lögreglumennirnir koma síðan aftur síðar og segja að málið varði brot á sóttvarnarlögum, nánar tiltekið brot á skyldu fólks að sæta sóttkví við heimkomu. Heyra má samskipti Elísabetar og lögreglumannanna í spilurunum hér að neðan. Klippa: Lögreglumenn boða Elísabetu í skýrslutöku í beinni útsendingu - Fyrri hluti Klippa: Boðuð í skýrslutöku til lögreglu í beinni útsendingu í Harmageddon - Seinni hluti Afskipti lögreglu af henni í dag í beinni útsendingu er staðfesting þess efnis að lögregla hafi mál hennar til rannsóknar. Dæmi eru um að fólk hafi verið sektað hér á landi um hundruð þúsunda króna fyrir að brjóta sóttvarnalög, til dæmis með því að vera ekki sóttkví eftir komu til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Harmageddon Tengdar fréttir Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52 Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05 Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20 Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24 Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. 8. desember 2020 21:52
Málflutningur lýtaskurðlæknisins ekki í takt við raunveruleg vísindi Sóttvarnalæknir segir málflutning lýtaskurðlæknis, sem fór hvorki í sóttkví né sýnatöku við komu til landsins um helgina, um kórónuveiruna alrangan. Margsannað sé að einkennalausir smiti út frá sér. Hann vonar að fólk taki ekki mark á orðum læknisins, sem ekki er lengur með lækningaleyfi á Íslandi. 7. desember 2020 18:05
Þórólfi þykir miður að sjá kollega tala með þeim hætti sem Elísabet gerir „Mér þykir miður þegar mínir kollegar sem hafa gengið í gegnum ákveðið nám og fengið ákveðna reynslu tala með þessum hætti en við því er ekkert að gera en það hefur ekkert verið skoðað sérstaklega hvort það eigi að meðhöndla það einhvern veginn öðruvísi þótt fólk tali með þessum hætti.“ 7. desember 2020 12:20
Mál Elísabetar á borði lögreglu Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu. 6. desember 2020 10:24
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. 5. desember 2020 18:32