Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 15:37 Frá stóra salnum hjá World Class í Laugardal en um er að ræða stærstu líkamsræktarkeðju landsins. Vísir/Vilhelm Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18