Fleiri sækja um mataraðstoð fyrir jólin í ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:53 Herkastali Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut. Vísir/Sigurjón Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins. „Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“ Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Um 470 einstaklingar og pör fá aðstoð frá Hjálpræðishernum í Reykjavík fyrir jólin, samanborið við 170 í desember í fyrra. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar einstaklinga og barnlaus pör á höfuðborgarsvæðinu en fjölskyldur geta sótt um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að aðstoðin sé í formi gjafakorta í Krónuverslunum. Þá segir í tilkynningunni að það gefi auga leið að aukinn fjöldi umsókna kalli á aukin útgjöld af hálfu Hjálpræðishersins. Haft er eftir Hjördísi Kristinsdóttur, foringja í Hjálpræðishernum, að mörg fyrirtæki og samtök hafi styrkt starfið um hærri upphæð í ár en síðustu ár, til þess að mæta aukinni þörf í samfélaginu. Breytingar á starfinu Á næstu mánuðum muni velferðarstarf Hjálpræðishersins í Reykjavík breytast og minna verður um inneignarkort í matvöruverslanir. „Við munum einbeita okkur að því að bjóða upp á heitan mat fimm sinnum í viku. Það eru aðallega einstaklingar sem leita til okkar en ekki fjölskyldur, svo það munar jafnvel enn meira um slíkan stuðning,“ er haft eftir Hjördísi. Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Vísir/Sigurjón Skráning í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadag er þá enn opin, en endanlegt fyrirkomulag hans liggur ekki fyrir, en fram kemur að útfærsla verði í samræmi við sóttvarnareglur. Minni aukning á Akureyri Þá kemur fram í annarri tilkynningu á vef Hjálpræðishersins að umsóknum um aðstoð yfir jólin hafi fjölgað um 30% á Akureyri og nágrenni. „Eins og við mátti búast voru umsóknir um jólaaðstoð árið 2020 nokkuð fleiri en árin á undan. Umsóknir bárust frá um 400 heimilum á svæðinu, samanborið við 309 árið 2019. Þó hefur vel gengið að fjármagna aðstoðina, enda styðja fyrirtæki og samtök á svæðinu myndarlega við sjóðinn.“
Hjálparstarf Reykjavík Akureyri Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira