Handbolti

Króatía á­fram með fullt hús stiga og Svart­fjalla­land komst naum­lega á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Króatíu fagna sigri dagsins.
Leikmenn Króatíu fagna sigri dagsins. EPA-EFE/CLAUS FISKER

Tveimur leikjum af fjórum á Evrópumóti kvenna í handbolta er nú lokið. Króatía og Svartfjallaland unnu bæði eins marks sigur og eru komin áfram í milliriðla.

Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25.

Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga.

Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu.

Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld.

Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25. 

Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×